fbpx
Ráðningastofa

Erlendir sérfræðingar

Í hnattvæddum heimi fer tækninni sífellt fram og ný vandamál koma upp sem krefjast lausna. Swapp agency hefur aðstoðað Íslenska sem erlenda sérfræðinga á sínu sviði við að flytjast heimshornanna á milli með góðum árangri. Í ljósi heimsfaraldurs, Covid-19, hefur vinnuumhverfi og vinnumenning breyst stórfenglega hjá mörgum árið 2020. Efnahagslífið krefur fyrirtæki og ríkisstjórnir til þess að bregðast við núverandi óstöðugleika og þar opnast nýir möguleikar. Aldrei hefur verið meiri sveigjanleiki á vinnumarkaði sem og þörf á sérhæfðri þekkingu. Nýting erlendra sérfræðinga fer vaxandi á alþjóðamarkaði og þar er Ísland ekki undanskilið.

Erlendir sérfræðingar

Mikilvægi

Reynslan sýnir okkur að erlendir sérfræðingar hafa fjölmörg jákvæð áhrif með komu sinni, bæði á samfélagið sem og hagkerfið. Þeir færa fyrirtækjum dýrmæta þekkingu sem hjálpar fyrirtækjum að verða samkeppnishæfari og jafnvel koma sér fyrir á alþjóðamarkaði. Einnig verður sú þekking, sem þeir koma með inn í fyrirtækin, eftir hjá starfsmönnum sem geta svo deilt henni áfram. Þetta getur orðið fleiri innlendum fyrirtækjum til hagsbóta og stuðlað að nýsköpun. Erlendir sérfræðingar eru einnig oftast mjög hagkvæmir íbúar í samanburði við aðra ríkisborgara. Þeir nýta sér í minna mæli opinbera þjónustu sem atvinnu- og örorkubætur. Þeir hafa þá oftast stundað nám erlendis sem Íslenska ríkið hefur ekki þurft að kosta en nýtur samt góðs af.

 

Erlendir sérfræðingir á Íslandi – Bætt umhverfi

Árið 2017 tók Ísland stórt skref að bættu umhverfi fyrir erlenda sérfræðinga þegar tók í gildi regla þar sem 25% launa þeirra eru nú felld undan skattlagningu fyrstu 3 árin. Fram til þessa þótti Ísland standa höllum fæti samanborið við önnur lönd en er nú samanburðarhæfara ef borið er saman við hinar Norðurlandaþjóðirnar.

Nýjust hreyfingarnar í þessum málum eru viðbrögð stjórnvalda við breyttum atvinnuháttum fyrirtækja um allan heim, sökum heimsfaraldurs, þar sem nú hafa fjölmörg þeirra opnað á fjarvinnu starfsmanna. Ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa lagt til við ríkisstjórnina aðgerðir sem eiga að gera erlendum ríkisborgurum, utan EES, mögulegt að dvelja á Íslandi í allt að 6 mánuði og stunda fjarvinnu hjá erlendum vinnuveitendum sínum. Einnig verður þeim, sem undanþegnir eru áritunarskyldu, heimilt að sækja um langtímavegabréfsáritun hér á landi fyrir fyrir sig og fjölskyldu sína. Þetta geta þeir gert án þess að þurfa að sækja sérstaklega um eigin kennitölu eða flutning á lögheimili.

Erlendir sérfræðingar

Ísland hefur landlæga sérstöðu þar sem við erum staðsett milli tveggja sterkra markaða , Norður-Ameríku- og Evrópu markaðar. Ísland hefur því gríðarlega möguleika á að virka sem mikilvægur tengipunktur milli þessara tímabelta. Þess vegna vinnur Swapp Agency að því að einfalda og bæta umhverfi fyrir starfsmenn erlendra fyrirtækja hér á landi. Tækifærin eru til staðar og það er okkar grípa þau.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við info@swappagency.com.