fbpx
Ráðningastofa

Ráðningastofa

Þegar kemur að því að ráða nýtt starfsfólk eru æ fleiri fyrirtæki farin að útvista því verkefni og nýta sér þjónustu ráðningastofa. Velta starfsmanna er mismunandi eftir fyrirtækjum en öll leitast þau eftir að halda góðu starfsfólki sem allra lengst innan fyrirtækisins. Staðreyndin er sú að það er kostnaðarsamt að ráða nýtt starfsfólk og tekur það tíma frá öðrum starfsmönnum innan fyrirtækisins að auglýsa, finna rétta starfskraftinn og koma honum inn í nýtt starf. Í sumum tilfellum eru fyrirtæki heldur ekki með innviðina í að ráða fólk og sérstaklega ef að um framkvæmdarstjóra eða álíka stjórnunarstöður er að ræða.

Að útvista ráðningaferlinu annað er þó ekki einungis hagstætt fyrir minni fyrirtæki þar sem hendurnar eru færri heldur einnig fyrir stærri fyrirtæki. Við höfum séð mörg af stærstu fyrirtækjum heims leggja mikið upp úr því að gera vel við starfsmenn sína með fjölbreyttum hætti. Fyrirtæki á borð við Google, Facebook, Apple og fl. gefa starfsmönnum sínum t.d. kost á breytilegan vinnutíma, bjóða upp á framúrskarandi vinnuaðstöðu, rými til afslöppunar og afþreyingar á vinnustaðnum og ýmis önnur fríðindi, allt gert til þess að láta starfsmönnum líða sem allra best. Markmiðið er að halda í gott starfsfólk sem allra lengst sem tryggir að þekking, reynsla og hæfni fyrirtækja tapist síður með brottför einstaklinga og að framförum þeirra sé ekki aftrað. 

 

Hvað gerir ráðningastofa þá nákvæmlega og af hverju eru fyrirtæki í meira og meira samstarfi við ráðningastofur? 

Ráðningastofur eru vel tengdar atvinnulífinu, bæði fyrirtækjum og einstaklingum og auðvelda þannig vinnuveitendum að ná til stærri hóps umsækjenda. Ráðningastofa sér um að auglýsa, finna og sigta út bestu mögulegu einstaklingana í starfið. Þær kynna svo venjulega sterkustu umsækjendur fyrir vinnuveitanda sem tekur svo loka ákvörðun um hver skal ráðin. 

Betri tengsl

Ráðningastofa sérhæfir sig í ráðningum og hefur gengið í gegnum þetta ferli ótal sinnum. Hún þekkir því allt ferlið inn og út og hefur ákveðnar vinnuaðferðir sem eiga að skila sem bestum árangri. Ef þú notar ráðningastofu ertu tölfræðilega líklegri til þess að fá betri umsækjendur þar sem að tengslanet þeirra er stærra og starfsauglýsingin kemur til meðað ná til fleiri hæfileikaríkra umsækjenda. 

 

Sérhæfing

Í sumum tilfellum þarfnast fyrirtæki starfsmann/starfsmenn í mjög sérhæfð störf þar sem slungið getur verið að finna umsækjendur. Í þessum tilfellum getur ráðningastofa sett sig betur inn í málefni fyrirtækis og hvaða sérhæfðu kröfur þarf sérstaklega að hafa í huga. Þetta gerir það að verkum að einungis umsóknir sem fylla öll þau ströngu skilyrði sem starfið krefst fá áheyrn. Ráðningastofan sér um að koma auglýsingunni áfram til þess hóps sem kann að hafa þekkingu á ákveðnu sviði, svara fyrirspurnum og vísa frá óhæfum umsóknum. 

 

Tímasparnaður

“Time is money” er kunnugur frasi úr atvinnulífinu. Með því að nýta þér ráðningastofu sparar þú tíma og getur einbeitt þér frekar að framvindu fyrirtækis þíns. Ráðningastofa sér um að fara í gegnum allar umsóknir, ferilskrár og athuga bakgrunn frambærilegra umsækjenda meðan að þú þarft einungis að fara yfir þá sem ráðningastofan telur góðan kost í starfið. Ráðningastofan sér einnig um að finna og setja upp viðtölin við sterka umsækjendur og eina sem þú þarft að gera er að undirbúa þig og mæta á staðinn. Hún sér einnig um að uppfæra alla umsækjendur um stöðu mála og tilkynna þeim sem ekki fá starfið.

 

Ráðningastofa hefur fyrirtækjum ýmislegt upp á að bjóða og getur verið sniðugur kostur fyrir þau sem kjósa að láta starfsmenn sína vinna að öðrum verkefnum en að sjá um ráðningar. Í öllum tilvikum er þó um samstarf að ræða milli fyrirtækis og ráðningastofu, góð samskipti skipta öllu þar sem farsælast er fyrir báða aðila ef sá sem ráðinn er njóti farsældar í sínu starfi.

Swapp Agency er þetta ferli vel kunnugt og hefur sannað sig sem eitt af framsæknustu fyrirtækjunum á þessu sviði á íslenskum markaði. Ef þig vantar aðstoð eða ráðleggingar tengdar ráðningum að þá erum við hjá Swapp Agency meira en klár í að svara öllum þínum fyrispurnum.

Endilega hafið samband við info@swappagency.com.