- Um Swapp Agency
Swapp Agency er í eigu Vinnskipta ehf 6206171800
- Upplýsingar um eintaklinga og fyrirtæki
Skráningaupplýsingar eru geymdar hjá Swapp Agency. Notandi, hvort sem er einstaklingur eða fyrirtæki ber ábyrgð á leynd innskráningar í gagnagrunn Swapp Agency.
Ef einstaklingur eða fyrirtæki verða var við óeðlilega notkun á reikningi þá ber einstaklingi eða fyrirtæki að loka reikning sínum eða hafa samband við Swapp Agency í netfang job@swappagency.com
Swapp Agency geymir upplýsingar er varða skráningu á „resume“, „profile“ og öðrum upplýsingum sem og Nafn, prófíl mynd, tölvupóstfang, símanúmer, fæðingardagur, kyn, staðsetning, um texti (e. about), menntun, starfsreynsla, tenglar, tungumálakunnátta.
Einstaklingar og fyrirtæki bera ábyrgð á að upplýsingar sem veittar eru séu réttar.
Swapp Agency fer með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og eru aldrei gefnar til þriðja aðila. Swapp Agency starfar í samræmi við lög 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
- Ráðningar
Þegar einstaklingur sækir um starf hjá fyrirtæki þá gefur hann fyrirtækjum rétt á að skoða prófíl, ferilskrá og það sem einstaklingur hefur gefið upp við skráningu.
Þegar einstaklingur og fyrirtæki skrá sig inn í gagnagrunninn gefur það Swapp Angency leyfi á að hafa samband við einstakling eða fyrirtæki með tölvupósti eða símhringingu ef þess er þörf.
- Loka reikning.
Einstaklingur og fyrirtæki geta lokað reikning sínum með því að hafa samband við job@swappagency.com. Öll gögn um skráningu verður þá tafarlaust eytt úr gagnagrunni Swapp Agency.
- Ábyrgðir
Swapp Agency ber ekki ábyrgð á árangri í ráðningum, umsóknarferli eða starfsfólki
Swapp Agency ber ekki ábyrgð á neinum tæknilegum göllum í forriti, gagnagrunn, vélabilana, tæknilegra bilana, hugbúnaðarvillna, kerfisuppfærslna, ágalla á stýrikerfum eða neti.
Swapp Agency ber ekki ábyrgð á því ef tölvuþrjótar komast yfir upplýsingar notenda.
Swapp Agency ber ekki ábyrgð á neinum upplýsingum sem settar eru inn af einstaklingum eða fyrirtækjum, lögmæti eða réttmæti þeirra.
Swapp Agency ber ekki ábyrgð á að atvinnuauglýsing standist íslensk lög, en beitir sér eftir fremsta megni um að eyða út auglýsingum sem grunur er á um lögbrot.
Swapp Agency getur breytt þessum skilmálum fyrirvaralaust en mun eftir fremsa megni reyna að upplýsa einstaklinga og fyrirtæki þegar meiriháttar breytingar eiga sér stað.
- Vörur og þjónusta
Þjónustupakkar:
SWAPP GRUNNUR
- Mánaðargjald: 0 kr.
- Ráðningarþóknun: Rekstraraðili greiðir upphæð kr. __________ + 24% virðisaukaskatt á hvern starfsmann sem er ráðin í starf.
SWAPP ÁSKRIFT
- Mánaðargjald: 9.900 kr. + Vaskur
- Ráðningarþóknun: Ráðningarþóknun: Rekstraraðili greiðir upphæð kr. __________ + 24% virðisaukaskatt á hvern starfsmann sem er ráðin í starf.
SWAPP SAMSTARF
- Mánaðargjald: 29.000 kr. + Vaskur
- Ráðningarþóknun: Rekstraraðili greiðir fast gjald að upphæð kr _______ ISK + 24 %virðisaukaskatt á hvern starfsmann sem er ráðin í starf
Ráðningarþóknun er samið um í hvert skipti sem ráðning er.
Innheimta af þóknun til þjónustuaðila er greidd að fullu 1. hvers mánaðar eftir að ráðning hefur átt sér stað.
Innheimta af mánaðargjaldi á sér stað mánaðarlega frá 15. eða 1. hvers mánaðar.
- Vöruskil og endurgreiðsla
Ef kaupandi vill slíta samning, þá getur hann gert það innan fyrstu sex mánaða en engin endugreiðsla.
Ef kemur upp ágreiningur varðandi gæði eða skil á þjónustu þá leitast Swapp Agency við að leita sátta og koma til móts við kaupanda með aðstoð þriðja aðila.
- Bindingartími og uppsagnarfrestur Þjónustupakka
Bindingatími á Swapp Áskrift og Swapp Samstarf er 6 mánuðir, frá þeim degi sem fyrsta rukkun hefst.
Uppsagnarfrestur á Swapp Áskrift og Swapp Samstarf er 3 mánuðir og hægt er að segja upp þjónustupakka með því að senda tölvupóst á job@swapppagency.com eða hafa samband við Swapp Agency.
- Ágreiningur
Swapp Agency lýtur íslenskum lögum og lögsögu íslenskra dómstóla. Ágreiningsmál skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur nema um annað verði samið.
- Gildistími
Skilmálar þessir eru gefnir út af Swapp Agency og gilda frá 16. mars 2017